Ég las um daginn í blaði (eða á netinu) að í Danmörku þykir bara kúl að búa í lítilli íbúð. Það þykir nefnilega kúl að vera hagsýnn í Danaveldi, sel það ekki dýarar en ég keypti það.
Núna er ég samt að pæla sjúklega mikið í þessu - hvað er að vera hagsýnn?
Ég frétti af gaur sem ætlaði að kaupa sér bíl á 4millur því hann vildi vera hagsýnn, keypti sér rafmagns bíl.
Svo þekki ég fólk sem fer ótrúlega oft til útlanda.
Ég þekki líka fólk sem býr í risa húsum og kaupir sér fallega hluti.
Svo er ein gella sem býr heima hja mömmu sinni, hún vinnur eins og skepna og fer í ræktina!
Það er líka stór fjölskylda sem ég þekki sem keyrir um á risa jeppa sem eyðir fullt, fullt af bensíni.
Það þekkja líka allir unglingin sem eyðir öllum peningunum sínum í föt og skó.
Má maður bara ráða hvað er að vera hagsýnn?
Ég ætla að ráðfæra mig við eina mjög klára vinkonu mína á morgunn um þetta!
(sorry(fyrirgefðu með sorry-ið)með allar stafsetningar villur og svigann inn í sviganum og allar grammar vitleysurnar)
En málið er að við pælum of mikið í þessu...
Því gaurinn á bílnum, fólkið í útlöndum og fólkið í stóra húsinu á alveg eitt sameignlegt og það er að vera með risa stórt og fallegt hjarta...
Ég held við þurfum að muna eftir að muna - hjartað er það sem skiptir máli!
Það freistast allir til að tala um náungan en gleymum okkur ekki - finnum eitthvað fallegt í öllum sem við þekkjum og kynnumst - bara fyrir okkur sjálf því ég lofa það er eins og að drekka kakó..
Heitt, notalegt og kozý