Skipulag !
Ég er ekkert án skipulags!
Ef ég er ekki búin að skipuleggja daginn áður þá fer bara allt í rugl og ég bara hangi ráfandi um og veit ekkert!
Þetta er kostur og galli.. Held ég ;*)
En núna er það mataræið og hreyfing sem ég þarf að massa og skipuleggja!
Fór á vigtina og var búin að myssa tarammm...0,5kg á 2vikum!
Okey ekki svo grimmt en það er í rétta átt og fyrir og eftir myndirnar eru að hjálpa mér MIKIÐ!
Halda mér motiveraðri og hungraðari í meiri árangur
Svo er að fitumæling í þessari viku hjá honum Kalla mínum
Atli er reyndar að massa þetta átak sitt er að rústa lítili keppni sem hann er að taka þátt í!
Svo flott sem hann sagði einmitt því hann er ekkert að nota neitt protein, töflur eða einhver duft
bara hugsa hvað maður setur ofan í sig og mæta á æfingar
Þetta er EKKI flóknara en það!
Svo eftir mánuð ætla ég að setja fyrir og eftir myndir svona bara til að setja smá pressu á sjálfan mig!!
(úff æli næstum við til hugsunina samt)
En svona yfir í annað þá er sumarið að leika við okkur litlu fjölskylduna sumarbústaður, ísrúntur, göngutúrar, chill í flottasta bakgarði íslands(svövu og atla) og svo er Atli að detta í sumarfrí næsta fös og þá ætlum við að dúlla við húsið okkar :*)
Alex Birtir og Atli
Rúnar Máni og Arnór Bjarmi grjót harðir og tattúeraðir
Arnór á hlið á hvolfi ;*)
Alexinn minn með sólhattinn hennar Söru Kristínar
Tveir í grimmu tani ;*)
Brugðið á leik ;*Þ
No comments:
Post a Comment