Monday, May 21, 2012

Sæll þú mikli meistari..

Á sunnudaginn kl 12:30 var ég mætt í hlaupafötin og á leið út þegar síminn hringdi. 
Það var Bjarni frændi hann var að hringja frá Köben ný búin að hlaupa 42km í 20stiga hitia!! 
Fyrsta maraþonið hans(hann byrjaði á öfugum enda, hljóp Laugarveiginn fyrir nokkrum árum)
SShhiitt talandi um motivation !!
 Ég fór sko út full af orku og krafti og tók góðann hring í góða veðrinu! 

Þvílíkur snillingur þessi maður. 
Elska fólk sem lætur verkin tala og Bjarni er sko í þeim hóp!


En jæja Skvísan losaði sig við 600gr í síðustu viku
Var smá vonsvikin því vikuna á undan fuku 1,7 kg en ég var fljót að átta mig á hversu fárnalegt það er að svekkja sig á því að léttast þegar það er jú markmiðið.
Hægt og róleg er best! 


Er samt spennt að fara til Kalla á eftir að mæla fitu% 
Það verður gott að sjá hvernig gengur með hana því hún segir jú víst best til um hvernig þetta gengur allt hjá mér(er ekkert að massa mataræðið neitt sko )



Er enn ánægðari því hlaupinn ganga svo glimmrandi vel!
Hleyp 30mín og blæs ekki úr nös. 
JEiJEi


Auðvita þarf ég að passa mig vegna þess að Lexi litli fæddist nú bara fyrir 7vikum en mig langar mest að kíla þetta áfram og það er erfitt að halda aftur af sér þegar maður veit að það er til orka fyrir betri tíma eða lengri leið! 

Er alveg staðráðin að ná 20 km fyrir jól...taramm!
ÚFF ég æði áfram á takkaborðinu!

BLEHH

No comments:

Post a Comment