Tuesday, December 18, 2012

Dúkku Sigurrós

Þetta er 30 ára gamall kjóll sem mamma var í í brúðkaupi hjá frænku minni.. Hún var brúðarmeyja ásamt nokkrum öðrum dömum , þær voru allar í svona kjólum bara mismunandi á litinn og með risa stóra hatta í stíl við kjólanna .. Hrikalega ljótt haha! Eeeen ég sé smá möguleika með þennan ef ég næ að breyta honum aðeins.. Forvitnilegt hvernig þetta kemur út ..

Friday, December 14, 2012

Fullt að gera vikan!

Vikan byrjaði rólega ...eins og alltaf á mánudegi!

Það var leynivinavika í vinnunni og guð það var svo gaman allir sem lögðu sig fram við að láta leynivin sinn brosa eða roðna ;*)

Ég t.d. þurfti að dansa Gangnam style fyrir framan endalaust af fólki(oki kannski bara 10 manns en mér leið eins og það væri GEGGJAÐ margir, ég hef aldrei roðnað svona mikið eða skammast mín...fæ bara kjánahroll að hugsa um það - set kannski myndbandið hér inn fyrir jól af þessu flotta dansverki mínu)

Ég fékk samt líka pakka og fullt af skemmtilegum mailum með allskonar fróðleik og jólalögum
(leynivinur minn bjó til spes e-mail sem hann sendi úr)



Á miðvikudaginn átti svo eldri prinsinn afmæli, dagurinn byrjaði kl 7:00 á amerískum pönnukökum og pakka!



LitluJól stelpnana í vinnunni voru svo kl 9:00
Þannig að kl 9:30 var ég búin að innbyrgða svona 3.000 hitaeiningar!
Vel gert, ég fæ klapp á bakið fyrir það.

Dagurinn endaði í Bláa Lóninu með Atla og afmælisbarninu...það var svo hrikalega kozý algjört möst að fara í lónið á köldu vetrarkvöldi, alveg stjörnubjart.. ekki hægt að lýsa hvað það var fallegt og róandi svona rétt fyir svefninn.



Á fimmtudaginn átti svo Atlinn minn afmæli!
Hann fær sitt afmælisdekur eftir jól þar sem ég var ekkert heima, því strax eftir vinnu fór ég í RVK í powerade hlaupið!
Oki ég ætla aðeins að tala um það!
Mjög erfitt!
En miklu meira gaman!
Betra veður var ekki hægt að fá alveg logn, stjörnubjart, hlusta á seitlandi vatnið, frábær félagsskapur og rosalegt útsýni!
Tíminn verður bara betri næst en ég hljóp á 61 mín.


Blúndunar tvær <3
Fyrir ári var önnur 30kg of þung ólétt og hin á djamminu svo við vorum bara sáttar eftir hlaupið!  
Búið að plana næsta hlaup og markmiðið er að bæta tímann í því hlaupi ;*)

SÖR


Sunday, December 9, 2012

Afmælis fjölskylduferð í Rvk-

Við fjölskyldan -1 fórum í Reykjavík á laugardaginn fengum okkur góðan kozý mat, kíktum í Smáralind, strákarnir fóru í skemmtigarðinn og ég í búðir, fórum svo á Yoyo ís, tókum smá jólaljósa rúnt og enduðum á Hótel Natura með bland í poka og kúri.

Yndisleg helgi :*




Hótel Natura






Road House



Smáralind




Yoyo ís




SÖR