Tveir dagar af fjórum-jei!
Ég fór inn í þetta með hugafarinu að sigra sjálfa mig. Núna eftir tvo daga er ég reyndar orðin hugfanginn af þessu og er að skoða allskonar á netinu og horfa á heimildarþætti um hversu gott það gerir heilsunni að fasta annað slagið(fer betur út í þetta seinna)
Maður hlítur alltaf að læra eitthvað þegar maður fer út fyrir þægindarammann sinn. Og þetta er laaaaaaangt fyrir utan minn!
Oooog það sem ég hef lært hingað til er að það er til endalaust af fordómum. Finnst pínu fyndið að skrifa þetta en fólk er í alvöru með fordóma fyrir því að annað fólk breyti mataræðinu sínu í 4 daga. Ég bjóst alveg við að fólk hefði skoðun, auðvita, en fordóma það er bara pínu súrt(en mér á eftir að finnast það fyndið þegar ég verð búin að borða morgunnmat á föstudaginn)
Annað sem ég hef lært er að grænmetissúpur eru sjúklega góðar!!
Svo er ég líka búin að minna sjálfa mig á þá staðreynd að ég get allt sem ég ætla mér og það er ótrúlega notalegt :)
Ekki misskilja þetta er alveg erfitt stundum. Í gærkvöldi var ég t.d. með svima, hausverk og flökurleika og treysti mér ekki í saumó sem var mjög fúlt(auðvita fékk ég snap af veitingum og vinkonum sem skemmtu sér bara aðeins of vel án mín ;) Ég verð líka alveg svolítið svöng en samt ekkert í líkingu við það sem ég var að búast við.
Nokkrar myndir - var dugleg í gær, ekki eins dugleg í dag en lofa að step up my game á morgunn og taka mynd af öllum máltíðum :)
En núna tveir dagar eftir.......
No comments:
Post a Comment