Thursday, May 31, 2012

Hef verið að velta fyrir mér hvernig næsta flúr á að líta út..

Svo er ég líka spennt að sjá það því það er einn leyni-gestur sem teiknar það fyrir mig :*)

Er með nokkrar myndir sem svona insporation:

Langar í gellu í pin-up stíl en minna sexý og meira töff




Hún á að vera á línuskautum eða hjólaskautum



Tvo til þrjá demanta 




Svo er það sólin eða geislarnir vil hafa áberadni sólargeisla




Já haha þetta á að vera tvinnað saman í eina mynd..

Þetta allt er mjög mikilvægt og er bein "vitnun" í lífið mitt
Á reyndar eftir að finna 6 "smá"hluti í viðbót sem þurfa líka að leynast þarna 


Elska hjörtun, stjörnuna og litlu bleiku blómin þarna

Ég set inn mynd af teikninguni þegar ég hef hana...ekki samt halda niðri í ykkur andanum er ekkert að drífa mig neitt í þessu þarf alltaf að ígrunda hvert tattoo lengi,lengi,lengi áður en ég slæ því föstu ;*Þ

OUT







Nýjustu tölur eru komnar í hús!

21Maí-29Maí
8 dagar = -1,1KG
Mataræðið er að skila sér
Ekkert gos
Ekkert nammi(fyrir utan súkkulaðirúsinur)
Alltaf hafró 1x á dag
Alltaf herbó sheik 1x á dag
Alltaf einhver hreyfing sama hversu lítil eða stutt bara alltaf eitthvað
Önnur óhollista er stilt í hóf en ekki bönnuð

LÖV IT!

Langaði líka að segja ykkur hversu yndislega mikið í elska sumarið

myndafbáðumuppáhöldunummínum
sumari&vatnsmelónu

Svo kemur önnur færsla í kvöld
Stay tuned
SÖR

Monday, May 28, 2012

AXLIR
SHOULDERS
SKULDRE
HOMBROS
ÉPAULES

Ég er með axla-æði!

Oki neiii!

Kannski eitthvað svona..?


Hugsa að ég byrji nú samt bara á þessum hér..


Þessar eru bara litlar og sætar

Ætla að spjalla við hann Kalla minn um hvernig ég næ í svona fínar axlir !

Ein svona í tilefni af brunarústum dagsins
ULLLABJAKK!
Eins gott þetta breytist í tan!!!


ENNN næsta færsla inniheldur tölur síðustu viku 
Vona að mataræðið hafi skilað mér einhverju var ekki dugleg að hreyfa mig útaf slappleika og kvefs
 Þó ég hafi nú eitthvað kíkt smá hlaup og labbitúra


$ÖR TANOREXIC

p.s.
 #afsakið leiðinlegt blogg# 
$lofa að vera skemmtileg næst$




Tuesday, May 22, 2012

Fitu%

JeiJei!  
2,6 kg og 1,3% af fitu sem lak af mér á tveimur vikum! 
Get ekki verið nema sátt við það


En smá set back í hlaupnum...
Er svoldið slæm í mjöðminni svo ég ætla að hlaupa-labba í viku í viðbót
og fylgja svo rólegu byrjanda programmi sem ég fann hérna hjá mér.
Á endalaust af einhverju svoleiðis elska að prenta út progrömm bæði fyrir hlaupin og mataræðið :*)
(skal deila því á næstu dögum)


oki djók bara svo fyndið!

SÖR

Monday, May 21, 2012

Sæll þú mikli meistari..

Á sunnudaginn kl 12:30 var ég mætt í hlaupafötin og á leið út þegar síminn hringdi. 
Það var Bjarni frændi hann var að hringja frá Köben ný búin að hlaupa 42km í 20stiga hitia!! 
Fyrsta maraþonið hans(hann byrjaði á öfugum enda, hljóp Laugarveiginn fyrir nokkrum árum)
SShhiitt talandi um motivation !!
 Ég fór sko út full af orku og krafti og tók góðann hring í góða veðrinu! 

Þvílíkur snillingur þessi maður. 
Elska fólk sem lætur verkin tala og Bjarni er sko í þeim hóp!


En jæja Skvísan losaði sig við 600gr í síðustu viku
Var smá vonsvikin því vikuna á undan fuku 1,7 kg en ég var fljót að átta mig á hversu fárnalegt það er að svekkja sig á því að léttast þegar það er jú markmiðið.
Hægt og róleg er best! 


Er samt spennt að fara til Kalla á eftir að mæla fitu% 
Það verður gott að sjá hvernig gengur með hana því hún segir jú víst best til um hvernig þetta gengur allt hjá mér(er ekkert að massa mataræðið neitt sko )



Er enn ánægðari því hlaupinn ganga svo glimmrandi vel!
Hleyp 30mín og blæs ekki úr nös. 
JEiJEi


Auðvita þarf ég að passa mig vegna þess að Lexi litli fæddist nú bara fyrir 7vikum en mig langar mest að kíla þetta áfram og það er erfitt að halda aftur af sér þegar maður veit að það er til orka fyrir betri tíma eða lengri leið! 

Er alveg staðráðin að ná 20 km fyrir jól...taramm!
ÚFF ég æði áfram á takkaborðinu!

BLEHH

Wednesday, May 16, 2012

Halló hér er ég! má ég má..

Jii ég bara aldrei að blogga neitt!

Lítum yfir farin veg svona rétt snögvast

Þessi magnaði maður Niggi kúkabuxur kvaddi þenann heim, alltaf svo erfitt að kveðja góða vini. 
Hann skilur eftir sig ótal góðar og fyndnar minningar.

En hann og konan hans Hulda kenndu mér að sönn ást er til og það er hægt að vera jafn ástfangin og daginn sem maður kynnist allt sitt líf. 


Það mætti lítill sólargeisli sem hlaut nafnið Alex Birtir <3


Þessi laxatóta kláraði BA-ritgerðina sína! svoldið stolt af henni með tvö crazy börn og einn enn ruglaðari kall svo ég byrji nú ekki að tala um vini hennar og fjölskyldu  en henni tókst þetta samt!


En núna er það framtíðin og nútíðin! 

Hér með vara ég ykkur við börn, ræktin og hlaup verða mitt aðal skriftarefni
(ef ég helst eitthvað betur  í þessu bloggi núna en síðast)


*20 km hlaup fyrir jól!(shit kvíður fyrir þessu)

*Sko mældi fitu% og ég ætla aðeins að spjalla við Charile um hversu mörg % sé raunhæft að myssa fyrir jól.

*Bekkpressan kemur leið og ég bryrja að lyfta en mig grunar nú að ég sé ekkert að taka neitt meira en staungina???

*Svo bara upp á grínið ætla ég að ná 50 venjulegum armbeygjum fyrir jól.
Næ ekki nema 20 konu núna!!!

*Get alveg viðurkennt að ég er líka með kílóa markmið.
En það er ekkert fyrir jól það er nú bara svona á næstu vikum og mánuðum sem ég á að ná því.
Sem sagt þarf að myssa 6-8 kíló til að vera mjög,mjög sátt við vigtina.
En geri mér grein fyrir að fitu% segir meira svo ég ætla að einblína meira á hana!

*Og hver veit nema ég hendi inn fyrir og eftir myndum þegar öllum markmiðum er náð!
#KANNSKI#



SÖR OUT