Karíus og Baktus elska mig öruglega heitar en hvorn annann.
Ég er EKKI búin að vera dugleg að passa matarræðið mitt upp á síðkastið og ullabjakk það sem er búið að trítla inn um varir mínar Olsen, salsa, súkkulaði, bland í poka og gos. Svona verða tennurnar mínar ef ég fer ekki að slaka á!!
Ég ákvað þess vegna að gera eitthvað hollt og gott í kvöldmat og þar sem ég nennti ekki út í búð notaði ég það sem ég átti til:
*Möndlur(frekar gróft saxaðar)
*Fræ( koma allskonar saman í lítili dós, saxaði þau líka pínu)
*Karrí
*Hnetusmjör gróft
*Kókosmjólk(á fullt eftir veit ekkert hvað ég á að gera við restina)
*Kókosmjöl
Blandaði öllu saman, hnetusmjörið síðast og notaði svo kókosmjólkina til að þynna, mareneraði kjúklingalundir upp úr þessu(þurfti alveg að nota skeið og smyrja á ->var pínu vesen)
Smellti kjúllanum í eldfastmót, hellti smá kókosolíu áður en ég setti hann í og eftir að ég var búin setja hann í til að þetta festist ekki.
Brún hrísgrjón og sætakartöflu með
Googlaði "beautiful healty food"
og taramm ....
Forréttur Hannibals Lecter mættur...
No comments:
Post a Comment