Tuesday, November 27, 2012

Hlaupa ég

Góðann dag kæru vinir :*)

Ég er að ekki mikill tísku frík og líður best í kozý gallanum og er ekkert mikið að fara út fyrir þetta "comfort zone" þegar kemur að fatavali EN hlaupafötin mín ég elska þau!

Ég gæti aldrei farið í hverjum sem er að hlaupa ég vil mitt stöff og já það verða að vera fín merki helst!

*Það sem skiptir kannski mestu máli eru skórnir
Það er reyndar ákveðin fjöldi km á hverju pari
(mælt með að fara ekki yfir 1100 km)


Ég hleyp í Asics skóm
Hef átt þessa í 7 ár en alltaf notað aðra inn á milli en þessir eru bestir og þegar ég er að hlaupa  eitthvað af viti þá fer ég í þessa skó!

Er reyndar að reynadar að prufa þessa stundum í hlaupin núna en þarf að labba þá betur til.



Svo hér eru svo myndir af hlaupa outfittinu


*Buxurnar mínar eru frá Nike keypti þær í Nike outleti í Minní
(að vísu er ég með tvær Nike buxur sem ég nota - hinar eru frá K-sport og ég keypti þær fyrir 6 árum)

*Toppurinn er líka Nike, keypti hann í K-sport fyrir 5 árum

*Hlýrabolurinn er under armour frá SI verslun

*Síðermabolurinn er Adidas og var keyptur í SI verslun 

*Litlu sokkanir mínir eru sitt á hvað en yfirleitt Nike(alltaf dri-fit)

*Háu bleiku eru útivistasokkar sem ég keypti í elsku Target!
(kom mér á óvart hversu þægilegt er að hlaupa í þeim)

*Bleiku flíspeysuna keypti ég í Old Navy hún er rosa fín í kuldanum og skammdeiginu
(ég fer ekki framhjá neinum í þessari peysu)

*Ég veit að það er ekkert ókeypis að kaupa sér föt í ræktina en dri-fit föt eru mjög dýr!

*En þau duga hrikalega lengi (allavega mín)

Svo ég myndi allavega reyna að koma mér upp svona Basic hlutum eins og t.d. buxum og topp!

Manni líður svo miklu betur í DRI-FIT en einhverju rusli úr bómul :*)


Og ef manni líður ekki vel í fötunum sem maður hreyfir sig í þá er komin enn ein afsökunin fyrir að fara ekki í gymmið! 

Mig hlakkar alltaf til að fara í mitt hlaupa outfit og oftar en ekki þá koma þau mér einhvern veiginn af stað! 

Svo skemmir þetta ekkert fyrir heldur..
Yndislegt útsýnið í Garðinum!

SÖR


Thursday, November 22, 2012

Þakka þér fyrir að þakka..AKA Thanksgiving!

Smá "þakka fyrir allt sem hægt er að þakka fyrir" blogg í dag,
já svona í tilefni dagsins!
Mér finnst að íslendingar ættu 100% að halda upp á þennann dag.
Maður minnir sig aldrei of oft á hversu margir góðir hlutir eru í lífinu!

Hér eru 10 hlutir sem ég er svo afskaplega þakklát fyrir 

1. Allir vinir og allir ættingjar! Svo gott að hafa gott fólk allt í kringum sig.

2. Sauma klúbburinn minn! Er svo einstaklega ótrúlega þakklát fyrir bestu vinkonur í heimi geimi. Endalust gaman hjá okkur, svo gott að deila öllu með þeim góðu og slæmu manni líður svo vel eftir kvöldstund með þeim!(p.s. á þessa mynd vantar Evu en hún ákvað að stinga okkur af til útlanda)


3. Heilsuna mín. Við verðum að muna að vera þakklát fyrir hana, hún er svo sérstaklega dýrmæt.

4. Stráknana mína þeir eru litlu gullinn mín og ég myndi sko geyma þá í bankahólfi ef það mætti ;*) Þeir eru endalaus uppspretta gleði og ástar!


5. Húsið mitt skiptir mig svo rosalega miklu máli er svo endalus þakklát fyrir að geta boðið strákunum mínum upp á svona fallegt heimili og þó það sé ekki alveg 100% tilbúið þá er það samt svo kozý. Svo er líka rosalega gaman þegar við klárum eitthvað nýtt. 

6. Tengdafjölskylduna mína! Hún er svo mikið æði. Hef alltaf verið svo velkomin og það eru ófáar stundirnar sem ég hef hlegið og bullað með þeim!

7. Ég er þakklát fyrir að hafa fæðst á Íslandi. Höfum það svo gott hér eingar dramatískar áhyggju upp á líf og dauða, þó auðvita alltaf meigi gera betur og maður á alltaf að berjast fyrir rétti sínum sama hversu langt baráttan hefur skilað þér hingað til.


8. Fyrir ömmu og afa og öll systkini ömmu minnar sem ég hef fengið að kynnast svo vel. Svo mikil forréttindi. Og rúsínan í pylsu endanum er hvað Arnór hefur fengið að alast upp með þeim. Hann hefur lært endalaust mikið af þeim. Finnst svo mikilvægt að krakkar fái að kynnast og umgangast eldra fólk en bara mömmu og pabba.



9. "Foreldra" mín þar sem ég ólst ekki upp með mömmu og pabba kem ég úr kannski frekar öðruvísi uppeldi. Bjó alltaf hjá mömmu, ömmu, afa og svona annaðslagið var Rósa frænka hjá okkur líka. Best í heimi hefði ekki getað beðið um betri stað en Melteigin og fólkið sem á honum býr. Þau hafa alltaf verið 100% til staðar fyrir mig og oftar en ekki 110%


10. Það er ein manneskja sem hefur endalaust verið til staðar gegnum súrt og sæt, gleði,sorg og milljón tár! Aldrei gefist upp á mér, rifist við mig svona þrisvar á 10 árum! Hvernig er það hægt ég get verið óþolandi! Hann kemur mér alltaf til að hlæja og styður mig sama hversu fáranlega dellu ég er með það og það skiptið. Ég vona svo sannarlega að ég fái svona 10 - tíu ár í viðbót með honum!


OKI DJÓK!
Það er þessi hér ;*)






SÖR

Wednesday, November 21, 2012

Sund ást!

LÖVLí!

Mæli með þessu fyrir allar þreyttar mömmur!
(og auðvita alla hina líka)

*Synda svona 20xferðir
*Pottinn
*Gufu*
*Pottinn
*Ilmandi gott shampo og næring
*Lotion og dúllirí

Himneskt á köldum kvöldum!






Ætla svo 100% í lónið um helgina!
Hversu girnileg er þessi mynd!

SÖR



Í dag er kozý dagur :*

Elska að gera kozý dag úr dögum með ekkert plan..
Ég ætla að taka nokkra svona fyrir 3.des
(en þá byrja ég að vinna eftir 8 mánaða fæðingarorlof)

Kozý dagurinn minn hingað til:

*Vaknaði við kozý spjall í Alex Birti
*Átti kozý morgunn stund með Arnór og Alex yfir morgunnmatnum kertaljós og jólatónlist
(þetta á sér að vísu stað á hverjum morgni ég og Arnór erum koz-addictid á morgnana)
*Svæfði Alex 
*Hitaði mér Te og las bloggin mín 

Það sem eftir lifir kozý dagsins:

*Klukkutíma kúr meðann Alex lúllar
*Sund, pottur og gufa
*Heitt kakó
*Lita, plokka og naglalakk
*Knúsa Atla Rúnar yfir kvöld dagsrá Stöðvar 2
(miðvikudagar eru einu góðu kvöldin á stöð 2)



SÖR


Monday, November 19, 2012

Hollustu skápur!

Ég elska að skoða allskonar fréttir, blogg og greinar um heilsu.
Ég er algjör sucker fyrir fyrirsögnum sem byrja á
 XX ráð að heilbrigðum lífstíl

En sko vandamálið er að þetta eru í svona 98% tilvika sömu ráðin!
Sem er gott því þá hlítur að vera eitthvað til í þessu öllu
-skipuleggja sig
-borða á 3 tíma fresti
-drekka fullt af vatni
-þetta er lífstílsbreyting ekki kúr
-finna hreyfingu sem hentar

Allt rosa fínt, en útaf ég er alltaf að lesa það sama
verð ég svo súper glöð þegar ég rekst á eitthvað gott trikk sem ég hef 100% trú á.
Ég rakst á eitt svoleiðis í gær!

Búa sér til hollustu skáp/skúffu

Þá seturu allt sem er leyfilegt í þínu mataræði í þennan skáp og þegar þér vantar smá snarl eða já bara fá þér að borða ertu ekki að rekast á eitthvað óhollt inn á milli sem freistar þín!
Æ LöV iT!


Svo græðir maður líka skápa tiltekt sem er í alvöru skemmtileg því maður er svo spenntur að sjá nýja girnilega holla skápinn sinn !!

SÖR

Blogloving!

Eru ekki allir að nota
blogloving.com

Veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki blogloving síðuna!

*Þar adda ég öllum bloggum sem ég fylgist með 
*Finn ný blogg
*Get skipulagt bloggin mín
(t.d.allt sem tengist heilsu í einni möppu, allt sem tengist tísku í annarri o.s.frv)


SÖR

Saturday, November 17, 2012

Wednesday, November 14, 2012

Æla, matur, feit! NEi þetta er ekki DV-linkur!

Oki mig langar að æla smá yfir bloggið mitt!

Langar reyndar að æla yfir sjálfa mig en mér finnst æla bara svo mikið ógeð að ég get ekki hugsað mér það!

Ég er ekkert, alls ekkert búin að vera dugleg í ræktini, hlaupa eða passa hvað ég set ofan í mig!

Ooooog já þetta eru mínu einu áhyggjur og pælingar ...ég er feit og manísk!
Langar að taka tryllta takta núna til að koma mér af stað aftur hætta öllu!
En ég get ekki hætt neinu(er t.d. núna að borða snakk og kl er 18 sem sagt alveg að koma kvöldmatur)

 Er gott plan að taka smá detox og byrja svo bara á "venjulegu" mataræði aftur!
Á ég að skella í mig 2 skömmtum af herbalife sheik á dag og minnka svo í einn og borða venjulega með honum? 

Þarf að komast í vinnuna til að koma mér í rútínu aftur!
Ég þarf að hætta að vera manísk en mig langar í spinning 3x á dag í svona viku til að geta núllað mig!
(já ég er það langt leidd að ég held að það núlli mig)

Las um góðann kúr sem Queen B fór á og myssti 10 kg á 2 vikum!
Sítrónu safi og eitthvað sull...úff!

Ég byrja á morgunn, ég byrja í dag, ég byrja eftir helgi! 
Jeminn hvenar er best að byrja? 
Ég veit það augljóslega ekki því annars væri ég byrjuð!
Better yet það hefði verið best að hætta aldrei!






SÖR