Wednesday, November 14, 2012

Æla, matur, feit! NEi þetta er ekki DV-linkur!

Oki mig langar að æla smá yfir bloggið mitt!

Langar reyndar að æla yfir sjálfa mig en mér finnst æla bara svo mikið ógeð að ég get ekki hugsað mér það!

Ég er ekkert, alls ekkert búin að vera dugleg í ræktini, hlaupa eða passa hvað ég set ofan í mig!

Ooooog já þetta eru mínu einu áhyggjur og pælingar ...ég er feit og manísk!
Langar að taka tryllta takta núna til að koma mér af stað aftur hætta öllu!
En ég get ekki hætt neinu(er t.d. núna að borða snakk og kl er 18 sem sagt alveg að koma kvöldmatur)

 Er gott plan að taka smá detox og byrja svo bara á "venjulegu" mataræði aftur!
Á ég að skella í mig 2 skömmtum af herbalife sheik á dag og minnka svo í einn og borða venjulega með honum? 

Þarf að komast í vinnuna til að koma mér í rútínu aftur!
Ég þarf að hætta að vera manísk en mig langar í spinning 3x á dag í svona viku til að geta núllað mig!
(já ég er það langt leidd að ég held að það núlli mig)

Las um góðann kúr sem Queen B fór á og myssti 10 kg á 2 vikum!
Sítrónu safi og eitthvað sull...úff!

Ég byrja á morgunn, ég byrja í dag, ég byrja eftir helgi! 
Jeminn hvenar er best að byrja? 
Ég veit það augljóslega ekki því annars væri ég byrjuð!
Better yet það hefði verið best að hætta aldrei!






SÖR

1 comment:

  1. Hæ Sigurrós!
    Ég mæli ekki með að taka svona drykkjarkúra eða annarskonar öfgar, það er ekki gott fyrir líkamann.. Rétt eins og það er ekki gott fyrir líkamann að fara út í öfgar og háma í sig snakk og annað óhollt.

    - 10 kg. eða +10 kg á tveimur vikum er ekki heilbrigt.. og hvernig á maður að hafa orku í að mæta á æfingar ef maður er bara að drekka te allan daginn?

    Skil þig samt með að það getur verið svo erfitt að koma sér af stað, en ég meina.. ef það væri svo auðvelt þá væru líka bara allir fit. Mæli með að þú vigtir þig, og mælir cm, skrifir niður í matardagbók í 2 vikur og svo bara taka einn dag í einu og eftir þessar 2 vikur að mæla þig aftur. En þá ætti líkaminn að vera kominn í smá rútínu (getur þá e.t.v. hætt matardagbókinni) og þá eru næstu tvær vikur alveg mun auðveldari... :)

    En auðvitað geriru bara það sem þú telur virka best fyrir þig! :)

    ReplyDelete