Thursday, November 22, 2012

Þakka þér fyrir að þakka..AKA Thanksgiving!

Smá "þakka fyrir allt sem hægt er að þakka fyrir" blogg í dag,
já svona í tilefni dagsins!
Mér finnst að íslendingar ættu 100% að halda upp á þennann dag.
Maður minnir sig aldrei of oft á hversu margir góðir hlutir eru í lífinu!

Hér eru 10 hlutir sem ég er svo afskaplega þakklát fyrir 

1. Allir vinir og allir ættingjar! Svo gott að hafa gott fólk allt í kringum sig.

2. Sauma klúbburinn minn! Er svo einstaklega ótrúlega þakklát fyrir bestu vinkonur í heimi geimi. Endalust gaman hjá okkur, svo gott að deila öllu með þeim góðu og slæmu manni líður svo vel eftir kvöldstund með þeim!(p.s. á þessa mynd vantar Evu en hún ákvað að stinga okkur af til útlanda)


3. Heilsuna mín. Við verðum að muna að vera þakklát fyrir hana, hún er svo sérstaklega dýrmæt.

4. Stráknana mína þeir eru litlu gullinn mín og ég myndi sko geyma þá í bankahólfi ef það mætti ;*) Þeir eru endalaus uppspretta gleði og ástar!


5. Húsið mitt skiptir mig svo rosalega miklu máli er svo endalus þakklát fyrir að geta boðið strákunum mínum upp á svona fallegt heimili og þó það sé ekki alveg 100% tilbúið þá er það samt svo kozý. Svo er líka rosalega gaman þegar við klárum eitthvað nýtt. 

6. Tengdafjölskylduna mína! Hún er svo mikið æði. Hef alltaf verið svo velkomin og það eru ófáar stundirnar sem ég hef hlegið og bullað með þeim!

7. Ég er þakklát fyrir að hafa fæðst á Íslandi. Höfum það svo gott hér eingar dramatískar áhyggju upp á líf og dauða, þó auðvita alltaf meigi gera betur og maður á alltaf að berjast fyrir rétti sínum sama hversu langt baráttan hefur skilað þér hingað til.


8. Fyrir ömmu og afa og öll systkini ömmu minnar sem ég hef fengið að kynnast svo vel. Svo mikil forréttindi. Og rúsínan í pylsu endanum er hvað Arnór hefur fengið að alast upp með þeim. Hann hefur lært endalaust mikið af þeim. Finnst svo mikilvægt að krakkar fái að kynnast og umgangast eldra fólk en bara mömmu og pabba.



9. "Foreldra" mín þar sem ég ólst ekki upp með mömmu og pabba kem ég úr kannski frekar öðruvísi uppeldi. Bjó alltaf hjá mömmu, ömmu, afa og svona annaðslagið var Rósa frænka hjá okkur líka. Best í heimi hefði ekki getað beðið um betri stað en Melteigin og fólkið sem á honum býr. Þau hafa alltaf verið 100% til staðar fyrir mig og oftar en ekki 110%


10. Það er ein manneskja sem hefur endalaust verið til staðar gegnum súrt og sæt, gleði,sorg og milljón tár! Aldrei gefist upp á mér, rifist við mig svona þrisvar á 10 árum! Hvernig er það hægt ég get verið óþolandi! Hann kemur mér alltaf til að hlæja og styður mig sama hversu fáranlega dellu ég er með það og það skiptið. Ég vona svo sannarlega að ég fái svona 10 - tíu ár í viðbót með honum!


OKI DJÓK!
Það er þessi hér ;*)






SÖR

No comments:

Post a Comment