Tuesday, November 27, 2012

Hlaupa ég

Góðann dag kæru vinir :*)

Ég er að ekki mikill tísku frík og líður best í kozý gallanum og er ekkert mikið að fara út fyrir þetta "comfort zone" þegar kemur að fatavali EN hlaupafötin mín ég elska þau!

Ég gæti aldrei farið í hverjum sem er að hlaupa ég vil mitt stöff og já það verða að vera fín merki helst!

*Það sem skiptir kannski mestu máli eru skórnir
Það er reyndar ákveðin fjöldi km á hverju pari
(mælt með að fara ekki yfir 1100 km)


Ég hleyp í Asics skóm
Hef átt þessa í 7 ár en alltaf notað aðra inn á milli en þessir eru bestir og þegar ég er að hlaupa  eitthvað af viti þá fer ég í þessa skó!

Er reyndar að reynadar að prufa þessa stundum í hlaupin núna en þarf að labba þá betur til.



Svo hér eru svo myndir af hlaupa outfittinu


*Buxurnar mínar eru frá Nike keypti þær í Nike outleti í Minní
(að vísu er ég með tvær Nike buxur sem ég nota - hinar eru frá K-sport og ég keypti þær fyrir 6 árum)

*Toppurinn er líka Nike, keypti hann í K-sport fyrir 5 árum

*Hlýrabolurinn er under armour frá SI verslun

*Síðermabolurinn er Adidas og var keyptur í SI verslun 

*Litlu sokkanir mínir eru sitt á hvað en yfirleitt Nike(alltaf dri-fit)

*Háu bleiku eru útivistasokkar sem ég keypti í elsku Target!
(kom mér á óvart hversu þægilegt er að hlaupa í þeim)

*Bleiku flíspeysuna keypti ég í Old Navy hún er rosa fín í kuldanum og skammdeiginu
(ég fer ekki framhjá neinum í þessari peysu)

*Ég veit að það er ekkert ókeypis að kaupa sér föt í ræktina en dri-fit föt eru mjög dýr!

*En þau duga hrikalega lengi (allavega mín)

Svo ég myndi allavega reyna að koma mér upp svona Basic hlutum eins og t.d. buxum og topp!

Manni líður svo miklu betur í DRI-FIT en einhverju rusli úr bómul :*)


Og ef manni líður ekki vel í fötunum sem maður hreyfir sig í þá er komin enn ein afsökunin fyrir að fara ekki í gymmið! 

Mig hlakkar alltaf til að fara í mitt hlaupa outfit og oftar en ekki þá koma þau mér einhvern veiginn af stað! 

Svo skemmir þetta ekkert fyrir heldur..
Yndislegt útsýnið í Garðinum!

SÖR


No comments:

Post a Comment