Saturday, January 28, 2012

Litil væmin hermikráka

Las svo fallegt í gær að ég verð að herma... Þessi færsla er tileinkuð öllum sem vinna við að hjálpa öðru fólki.

Ég hef oft þurft að leita á náðir þessa fólks og oftar en ekki fengið svör og viðbrögð sem mig óraði ekki fyrir og fylgja mér í gegnum lífið.

Setning sem ég þarf að hugsa um á hverjum deigi og muna alltaf

,,Það hljómar eins og þú sért alltaf að reyna að sanna fyrir sjálfri þér að þú sért ekki fórnalamb lengur þó allir í kringum þig horfi á þig sem sigurvegara, prófaðu að sleppa takinu og lifa í núinu.´´

Það var góður maður og starfandi prestur sem benti mér á þetta, hann þekkir mig öruglega ekki einu sinni með nafni. Ég á honum svo mikið að þakka!

Hún tók á móti stráknum mínum, leiddi mig í gegnum sársaukafulla 16 tíma, sýndi alltaf þolinmæði og hlýju þó ég ímyndi mér að ég hafi oft á köflum verið frekar erfið.
Fæ aldrei skilið þann styrk og þolinmæðina sem þarf til að koma konu í gegnum fæðingu


Fyrir mörgum, mörgum árum braut ein kona single handed niður alla mína múra, ég gleymi aldrei hvað ég vorkenndi henni að þurfa að hlusta á allt þetta væl og alla þessa sjálfsvorkunn en 5 sek eftir þessa pælingu mína sagði hún mér hversu stolt hún væri af mér og hversu mikið henni hlakkaði til að halda áfram að hlusta á mig og vonaði að ég lokaði ekki aftur. 
Sálfræðingar bjarga lífum alveg eins og læknar.

"Sigurrós þetta er upp á líf og dauða, það er ekki staður né stund fyrir hörkutólið núna. Við nýtum okkur það á morgunn.´´
Lækna stelpa sem var svona 6 árum eldri en ég, var að kom mér inn í raunveruleikann. Þessa setningu geymi ég eins og gull. 




Ekkert af þessu fólki hefur minnstu vitund um að ég geymi það með mér og gríp í þau þegar hlutirnir eru svartir og mig vantar lítið ljós til að koma mér aftur í gang.
Mig langar að þakka þeim!



Monday, January 23, 2012

Við viljum mat, við viljum mat!

Karíus og Baktus elska mig öruglega heitar en hvorn annann.



Ég er EKKI búin að vera dugleg að passa matarræðið mitt upp á síðkastið og ullabjakk það sem er búið að trítla inn um varir mínar Olsen, salsa, súkkulaði, bland í poka og gos. Svona verða tennurnar mínar ef ég fer ekki að slaka á!!


Ég ákvað þess vegna að gera eitthvað hollt og gott í kvöldmat og þar sem ég nennti ekki út í búð notaði ég það sem ég átti til:

*Möndlur(frekar gróft saxaðar)
*Fræ( koma allskonar saman í lítili dós, saxaði þau líka pínu)
*Karrí
*Hnetusmjör gróft
*Kókosmjólk(á fullt eftir veit ekkert hvað ég á að gera við restina)
*Kókosmjöl

Blandaði öllu saman, hnetusmjörið síðast og notaði svo kókosmjólkina til að þynna, mareneraði kjúklingalundir upp úr þessu(þurfti alveg að nota skeið og smyrja á ->var pínu vesen)
Smellti kjúllanum í eldfastmót, hellti smá kókosolíu áður en ég setti hann í og eftir að ég var búin setja hann í til að þetta festist ekki.

Brún hrísgrjón og sætakartöflu með
Algjört æðisæði!


Googlaði "beautiful healty food"
og taramm ....
Forréttur Hannibals Lecter mættur...



Saturday, January 21, 2012

Elska að sumir trúi að það sé ekki hægt að kaupa hamingju!

*Elska að sumir trúi að það sé ekki hægt að kaupa hamingju! -> Þeir eiga pottþétt bara einga peninga!
(æji guð leyfið mér bara að trúa þessu í friði mig langar það)

Ég ætla að kaupa svona. Ingan mín sagði mér frá henni, hlakka mikið til að fá hana 88 litir af ultra shimmer! oh svo fínt!...hægt að panta hana hér:
http://www.coastalscents.com/makeup/palettes/eye-palettes/pl-002.html )


Ég ætla í ráðgjöf hjá MAKE UP STORE(nýja uppáhalds búðin mín) kostar 6990 minnir mig og eftir ráðgjöfin fær maður vörur að verðmæti 6990 þannig í raun er ráðgjöfin frí(auðvita geggjað markaðstrikk en alveg sama Æ LÖV IT)


Svo er ég að fara í fótsnyrtingu (ætlaði að setja mynd af fínum tásum en menn eru ekki með fínar tásur en aftur á móti kisur eru með sætustu tásur í heimi!)


Ég ætla að fá þessa í fæðingagjöf(þegar maður er búin að fæða heilt barn á maður skilið smá verðlaun allavega grunar mig að ætli vildi fá einhvern glaðning ef hann myndi þurfa að remba körfubolta útum typpagatið sitt)


ég læt mér dreyma um þessa
(ég nota 38 ef einhver vill uppfylla drauma mína)


Já þessi er nú reyndar á leiðini til mín
(og Kötu og Steinunar,við ætlum að vera alveg eins á árshátíðini í þessum kjól með fastafléttu og í stígvélum...okkur finnst það fyndið)
DJÓK


En svona í lokin langar mig svo rosalega að einhver bendi mér á hvar ég get fengið flottan hvítan bol með barbie mynd finn ekki svoleiðis neinstaðar!

Núna ætla ég að fara að naglalakka mig og Kobí..
 VúbbVúbb :*







Thursday, January 19, 2012

Fit4Live eða kannski ekki allt lífið en eitthvað af því..

Svona er ég núna..

DJÓK!

Ég trúi því aldrei að ég sé svona mikið ógeð þó mér líði svona:


Ennn bráðum þegar litla mennska brennslutaflan mín er fædd þá byrja ég að hlaupa aftur af fullum krafti


 Ég ætla ekki bara að vera dugleg að hlaupa ég ætla líka að safna í vöðva(mæti pottþétt í svona outfiti í gymmið)


 Að öllu gríni slepptu þá ÆTLA ég í mitt draumform þegar lillinn er mættur!
Það er nú eða aldrei!


Auðvita trítla ég rólega af stað í þetta draumaform en ég ætla ekki að myssa sjónar af markmiðinu! 

Öll markmiðin miðast við desember
*Hlaupa 20 km
*Taka x þungt í bekkpressu(þyngdin fer náttúrulega eftir hvað ég tek í byrjun)
*Taka x í svona fótalyftu(haha man ekki hvað þetta heitir)
*Vera búin að myssa x í fitu%

Þessu ætla ég að ná með að skrá allt gaumgæfilega hjá mér og með það fyrir augum að mig langar ekki að vera 20kg of þung tveggja barnamóðir sem vinnur frá 8-16 kemur heim í parhúsið sitt með fallega grasinu og fer að vaska upp og borða súkkulaði!

!NEI TAKK!

Ég verð 2 barnamóðirin sem vinnur frá 8-16 kemur heim í parhúsið sitt og fer út að hlaupa og í ræktina og hefur nóga orku til hendast með krílin mín um allar trissur.

Hver vill eiga þessa mömmu?




Monday, January 16, 2012

Ljóst,ljóst,ljóst finnst mér vera fallegt..


$$ Svo miklu ódýrara en að fara í litun og/eða strípur en samt alveg ótrúlega fallegt líka $$


Katan mín sagði mér frá þessu and Æ löv it!

 *Kostar 2000 í Europrice. 

*Þú spreyar þessu í blautt hárið. Ég spreya bara í rótina og greiði svo yfir þá dreifist aðeins og smitast niður með hárinu svo er líka sniðugt að hvolfa hausnum og spreya aðeins í rótina þar undir.

*Svo er bara að blása hárið og voila rótin verður ljósari og með tímanum verður hárið rosalega fínt! 

*Passið ykkur samt að spreyið leki ekki niður á ennið á meðan þið eruð að blása því þá brenni þið húðina og belive mí það er ekki gott (haha var á leið í smá partý game og þetta lak á ennið og ég var öll rauð á enninu og upphleift en thank god4 AloeVera gel og cover all mix frá Make up store)

LÖV AND PEACE SÖR

Saturday, January 14, 2012

Drauma fríið eða yfirborðsfullur dagdraumar, þú mátt ráða!

Þegar ég verð stór og á fullt,fullt,fullt af money cash þá er ég að spá að skella mér í smá frí... ég nenni ekki að ferðast um heiminn og skoða merkustu undur veraldar ég vil bara slappa af og sjá fallega kokteila.

Þetta er flugvélin sem ég ætla að ferðast í, hún er að vísu sniðin fyrir viðskiptaferðir en ég læt hana svo sem duga(if it aint boeing i ain´t going)


til að eyða allri flugþreytu myndi ég eyði smá tíma hér


Og þegar öll þreyta hefði yfirgefið ríka líkama minn myndi ég skella mér í smá cruse



Ég væri til í að sigla hérna inn og kaupa smá ferska ávexti eða týna þá af trjánum(myndi ekki nenna að reyna of mikið á mig við týnsluna, naglalakkið má náttúrulega alls ekki flagna)


Og segjum svo að ég sé í einhverju algjöru flipp stuði þá myndi ég nú enda daginn á að skynni dippa hérna


Eftir langan dag á endalusu flakki myndi ég slaka á í rólegheitunum og fá mér eins og einn blueberry  mojito(oki kannski tvo en aldrei fleiri en 5)


Svo myndi ég nú eyða nokkrum tímaum dagsins í að worka tanið(ég veit ég lít ekki út fyrir það en ég er tanorexic)


Svo þegar ég neyddist til að eyða smá peningum þá myndi ég kaupa mér svona fínan bíl og bruna í einhverja fallega búð og kaupa eitthvað fallegt sem glitrar


Síðast en ekki síst myndi ég auðvita vera með svona rass
(allir vita að þeir sem eru ríkir eru með svona flotta rassa)


Og að því ég er með svona flottan rass myndi ég aldrei kúka í klósett sem kostar ekki 9milljónir


En það er ekkert komið sumar svo eg er ekkert að fara í sumarfrí strax .






Wednesday, January 11, 2012

Bleikt baðherbergi má það?

Svo fínt allt saman! 

Kannski full mikið en ég ræð ekki við mig!


Mosaík flísarnar á baðkerinu er 2die4!


Ég vona að fólkið sem á heima í þessum draumaheimi kunni að meta þetta fallega,fallega,fallega hús.


Mig grunar að hann myndi allavega meta það..(maðurinn á bátnum á heima í honum, classa stykki þessi bátur hans)


P.S. ef ykkur langar í nýjan vin þá mæli ég með henni hún er svo sniðug og fyndin(haha skrifaði óvart syndin fyrst) Er svona raunveruleika/heimildamynda kona :*) Þættirnir hennar eru sýndir á Skjá Einum Check her át!

Cherry Healy
http://cherryhealey.com/

Tuesday, January 10, 2012

Nýr Fjölskuldumeðlimur

Ástæðan fyrir bolgginu er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn
IPad <3
Hvernig er hægt að vera svo fallegur?



Já kannski sniðugt að ég kynni mig aðeins :*)

Nafn: Sigurrós Ösp Rögnvaldsdóttir

Aldur: 26 ára

Fjölskyldu stærð: Ég, Atli(kærstinn), Arnór Bjarmi(stákurinn), Hnoðri(hundurinn) og auðvita IPadinn svo bætist einn strákur við í mars.

Menntun: Tækniteiknari

Áhugamál: Að lesa blogg, pæla í hvað er hollt og gott fyrir líkama og sál, bæði matarræði og hreyfingu(þó ég fari langt því frá eftir öllu sem ég pæli í og les), tattoo(er með nokkur svoleiðis og pælingin er að tileinka þeim eina bloggfærslu núna bara á allra næstuni), naglalökk og flest allt sem er glitrandi bleikt og fjólublátt.

Þetta blogg verður sem sagt tileinkað áhugamálunum mínum og því sem grípur mig á líðandi stundu(á auðvelt með að fá eitthvað á heilann sem algjörlega heltekur mig)

Set hér fyrir neðan uppáhalds hlutina mína svona til að þið sjáið og fáið kannski einhvern nasaþef af því sem á eftir að detta hér inn:

já ég var víst búin að nefna þennan eitthvað áður ;*)

Scentbugin mín
EEElskana hún gerir svo góða lykt svo er hún svo mikill dúlla

Mörg,mörg,mörg naglalökk á aldrei nóg!
Glimmer á að vísu hug minn allan þessa dagana


Fékk fyrsta skartgripa tréið mitt í jólagjöf núna og ég skil ekki hvernig ég gat lifað án þess!
Þetta er mitt(getið séð þetta betur hér : http://www.femin.is/femin/product_detail/?ew_12_cat_id=75535&ew_12_p_id=9661689A-BF5B-4636-87F1-74D5B443AF87&product_category_id=025f9fa3-63f5-4a30-ba75-706975e203e6&cat_name=Koziol )

Ég er vatn sjúklingur og PLZ ekki bara drekka það sjálf/ur mundu að passa upp á að mini-þú(það myndi þýði krakkinn þinn) drekki það líka!!!

Jæja that´s a wrap 

Takk og bless ekkert stress