Saturday, January 28, 2012

Litil væmin hermikráka

Las svo fallegt í gær að ég verð að herma... Þessi færsla er tileinkuð öllum sem vinna við að hjálpa öðru fólki.

Ég hef oft þurft að leita á náðir þessa fólks og oftar en ekki fengið svör og viðbrögð sem mig óraði ekki fyrir og fylgja mér í gegnum lífið.

Setning sem ég þarf að hugsa um á hverjum deigi og muna alltaf

,,Það hljómar eins og þú sért alltaf að reyna að sanna fyrir sjálfri þér að þú sért ekki fórnalamb lengur þó allir í kringum þig horfi á þig sem sigurvegara, prófaðu að sleppa takinu og lifa í núinu.´´

Það var góður maður og starfandi prestur sem benti mér á þetta, hann þekkir mig öruglega ekki einu sinni með nafni. Ég á honum svo mikið að þakka!

Hún tók á móti stráknum mínum, leiddi mig í gegnum sársaukafulla 16 tíma, sýndi alltaf þolinmæði og hlýju þó ég ímyndi mér að ég hafi oft á köflum verið frekar erfið.
Fæ aldrei skilið þann styrk og þolinmæðina sem þarf til að koma konu í gegnum fæðingu


Fyrir mörgum, mörgum árum braut ein kona single handed niður alla mína múra, ég gleymi aldrei hvað ég vorkenndi henni að þurfa að hlusta á allt þetta væl og alla þessa sjálfsvorkunn en 5 sek eftir þessa pælingu mína sagði hún mér hversu stolt hún væri af mér og hversu mikið henni hlakkaði til að halda áfram að hlusta á mig og vonaði að ég lokaði ekki aftur. 
Sálfræðingar bjarga lífum alveg eins og læknar.

"Sigurrós þetta er upp á líf og dauða, það er ekki staður né stund fyrir hörkutólið núna. Við nýtum okkur það á morgunn.´´
Lækna stelpa sem var svona 6 árum eldri en ég, var að kom mér inn í raunveruleikann. Þessa setningu geymi ég eins og gull. 




Ekkert af þessu fólki hefur minnstu vitund um að ég geymi það með mér og gríp í þau þegar hlutirnir eru svartir og mig vantar lítið ljós til að koma mér aftur í gang.
Mig langar að þakka þeim!



No comments:

Post a Comment