Tuesday, January 10, 2012

Nýr Fjölskuldumeðlimur

Ástæðan fyrir bolgginu er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn
IPad <3
Hvernig er hægt að vera svo fallegur?



Já kannski sniðugt að ég kynni mig aðeins :*)

Nafn: Sigurrós Ösp Rögnvaldsdóttir

Aldur: 26 ára

Fjölskyldu stærð: Ég, Atli(kærstinn), Arnór Bjarmi(stákurinn), Hnoðri(hundurinn) og auðvita IPadinn svo bætist einn strákur við í mars.

Menntun: Tækniteiknari

Áhugamál: Að lesa blogg, pæla í hvað er hollt og gott fyrir líkama og sál, bæði matarræði og hreyfingu(þó ég fari langt því frá eftir öllu sem ég pæli í og les), tattoo(er með nokkur svoleiðis og pælingin er að tileinka þeim eina bloggfærslu núna bara á allra næstuni), naglalökk og flest allt sem er glitrandi bleikt og fjólublátt.

Þetta blogg verður sem sagt tileinkað áhugamálunum mínum og því sem grípur mig á líðandi stundu(á auðvelt með að fá eitthvað á heilann sem algjörlega heltekur mig)

Set hér fyrir neðan uppáhalds hlutina mína svona til að þið sjáið og fáið kannski einhvern nasaþef af því sem á eftir að detta hér inn:

já ég var víst búin að nefna þennan eitthvað áður ;*)

Scentbugin mín
EEElskana hún gerir svo góða lykt svo er hún svo mikill dúlla

Mörg,mörg,mörg naglalökk á aldrei nóg!
Glimmer á að vísu hug minn allan þessa dagana


Fékk fyrsta skartgripa tréið mitt í jólagjöf núna og ég skil ekki hvernig ég gat lifað án þess!
Þetta er mitt(getið séð þetta betur hér : http://www.femin.is/femin/product_detail/?ew_12_cat_id=75535&ew_12_p_id=9661689A-BF5B-4636-87F1-74D5B443AF87&product_category_id=025f9fa3-63f5-4a30-ba75-706975e203e6&cat_name=Koziol )

Ég er vatn sjúklingur og PLZ ekki bara drekka það sjálf/ur mundu að passa upp á að mini-þú(það myndi þýði krakkinn þinn) drekki það líka!!!

Jæja that´s a wrap 

Takk og bless ekkert stress










No comments:

Post a Comment