Thursday, January 19, 2012

Fit4Live eða kannski ekki allt lífið en eitthvað af því..

Svona er ég núna..

DJÓK!

Ég trúi því aldrei að ég sé svona mikið ógeð þó mér líði svona:


Ennn bráðum þegar litla mennska brennslutaflan mín er fædd þá byrja ég að hlaupa aftur af fullum krafti


 Ég ætla ekki bara að vera dugleg að hlaupa ég ætla líka að safna í vöðva(mæti pottþétt í svona outfiti í gymmið)


 Að öllu gríni slepptu þá ÆTLA ég í mitt draumform þegar lillinn er mættur!
Það er nú eða aldrei!


Auðvita trítla ég rólega af stað í þetta draumaform en ég ætla ekki að myssa sjónar af markmiðinu! 

Öll markmiðin miðast við desember
*Hlaupa 20 km
*Taka x þungt í bekkpressu(þyngdin fer náttúrulega eftir hvað ég tek í byrjun)
*Taka x í svona fótalyftu(haha man ekki hvað þetta heitir)
*Vera búin að myssa x í fitu%

Þessu ætla ég að ná með að skrá allt gaumgæfilega hjá mér og með það fyrir augum að mig langar ekki að vera 20kg of þung tveggja barnamóðir sem vinnur frá 8-16 kemur heim í parhúsið sitt með fallega grasinu og fer að vaska upp og borða súkkulaði!

!NEI TAKK!

Ég verð 2 barnamóðirin sem vinnur frá 8-16 kemur heim í parhúsið sitt og fer út að hlaupa og í ræktina og hefur nóga orku til hendast með krílin mín um allar trissur.

Hver vill eiga þessa mömmu?




3 comments:

  1. Já en ef þú ætlar bara að skrá eitthvað niður gerist ekkert. Þarftu ekki að hreyfa þig eitthvað?


    "Þessu ætla ég að ná með að skrá allt gaumgæfilega hjá mér"

    kc. Óskar :D

    ReplyDelete
  2. HA? ég hef alltaf bara heyrt að það sé mikilvægt að skipuleggja sig vel og skrifa allt niður..!!

    ReplyDelete
  3. Já en þú þarft að hreyfa þig líka, ekki bara nóg að skrifa eitthvað niður, það er ég að meina :D

    ReplyDelete